EfnaVoruruFyrirSkip

Rekstrar- og hreinlætislausnir fyrir skip

Ecomar býður upp á heildarlausnir fyrir sjávarútveg í rekstar- og hreinlætislausnum. Þar á meðal eru öll almenn hreinsiefni, efni fyrir vatns- og olíumeðhöndlun, öryggisbúnað, uppsogsvörur o.fl. Við erum með allt sem til þarf frá brú niður í kjöl.

Wilhelmsen Ships Service er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og þróun á efnavörum fyrir sjávarútveg undir vörumerkinu UNITOR. Efnin eru framleidd með tilliti til framúrskrandi virkni vörunnar, öryggis notenda og verndunar umhverfisins.

Hreinlætisvörur fyrir ökutæki

Ecomar býður upp á áhrifarík hreinsiefni, rúðuvökva og frostlög fyrir allar tegundir ökutækja, flugvéla, vinnuvéla o.fl. frá Wilhelmsen Chemicals og Koch Chemie.

Wilhelmsen Cheimicals er leiðandi á norðurlöndunum þegar kemur að því að framleiða og dreifa vottuðum vörum en efnaverksmiðjan hefur unnið eftir ISO 9001 og ISO 14001 frá árinu 1994.

Frá árinu 1968 hefur KochChemie unnið náið með þýska bílaiðnaðinum við að þróa bílahreinsiefni sem uppfylla ströngustu kröfur bílaframleiðanda sem og bíleigenda og í dag eru vörurnar frá KochChemie m.a vottaðar af, BMW, Benz, Audi og Volkswagen

Hreinleatisvorur fyrir bila
Vatnsmedhondlun

Vatnsmeðhöndlun

Ecomar býður sérhæfðar lausnir fyrir tæringarvörn, útfellingavörn, bakteríumeðhöndlun og hreinsun á kælikerfum, kötlum og öðrum vatnskerfum undir vörumerkjum UNITOR, NALFLEET og NALCO, sem eru nokkur af leiðandi vörumerkjum í vatnsmeðhöndlun.

Í samstarfi við þessi þekktu vörumerki getum við boðið heildarlausnir jafnt fyrir vatnskerfi um borði í skipum sem og fyrir stærri vatnskerfi í öllum tegundum iðnaðar.

Stamdúkar

Ecomar býður stamdúka (“non-slip” eða bræludúka) í ýmsum stærðum, gerðum og litum, sem koma í veg fyrir að hlutir færist úr stað í skipum, á heimilum, sjúkrahúsum, elliheimilum og í iðnaði, svo eitthvað sé nefnt.

dukarogdreklar

Aðrar vörur

Ecomar býður uppá mikið úrval af  vörum frá þekktum framleiðendum.

  • Tæki og búnað til rafsuðu
  • Háþrýsti- og þvottatæki sem eru “marine proved”
  • Öryggisvörur s.s. björgunargalla og björgunarvesti
  • Efni til að hreinsa olíuleka s.s. uppsogsefni og spilliefnasett